Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum 16. nóvember og unnu nemendur ýmis skemmtileg verkefni með kennurum sínum. Dagurinn markar einnig upphaf Stóru upplestarkeppninnar í 7. bekk og var hún formlega sett á sal skólans ásamt því að Kristjana og Valdi spiluðu undir og stjórnuðu fjöldasöng nemenda 1. - 7. bekkjar. Jafnhliða Stóru upplestarkeppninni er Litla upplestarkeppnin haldin í 4. bekk, en markmið beggja keppna er að æfa og efla upplestur og framsögn.