Comeniusarferð til Belgíu og Þýskalands

Comeniusarferð til Belgíu og Þýskalands

Síðasti fundur í Comenius verkefninu okkar var haldin í maí. Heimsóttir voru samstarfsskólar okkar í Belgíu og Þýskalandi. Í Belgíu eru í skólanum um 110 nemendur á aldrinum 4-12 ára þ.e.  leikskóli og grunnskóli. Skólinn er í endurnýjun lífdaga og nemendur fá kennslu í gámum þetta árið. Skólinn er í þýskumælandi hluta Belgíu sem er í miklum minnihluta og eða um 75 þús. manns sem eiga þýsku að móðurmáli.  Við höfðum líka tækifæri til að heimsækja m.a ýmis söfn, súkkulaðiverksmiðju og margt fleira athyglisvert.  En Büllingen en svo heitir bærinn liggur í hæsta hluta Belgíu eða um 600 m. y.sjávarmáli. Síðan lá ferðin til Berlínar en þar var skólinn heldur stærri eða um 1200 nemendur á aldrinum 6-18 ára. Við fengum höfðinglegar móttökur eins alltaf  og höfðum tækifæri til að skoða skólann og sjá flestar deildir og eins höfðu nemendur undirbúið heilmikla móttöku fyrir okkur.