Nemendum 10. bekkjar var boðið að taka þátt í heilbrigðis- og félagsforvarnarverkefni sem heitir ,,Hugsað um barn”. Verkefnið fólst í því að nemendur voru "foreldrar" tvo sólarhringa með öllu því sem tilheyrir og þurftu að leggja til hliðar sínar þarfir í tvo sólarhringa og sinna ,,barninu“. Hugsað um barn er alhliða forvarnarverkefni um lífsstíl unglinga sem hjálpar þeim að taka upplýsta ákvörðun varðandi kynlíf, áfengi, mikilvægi þess að standa sig í námi og mikilvægi góðrar samvinnu við foreldra.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is