Björgunarsveitin Dalvík í heimsókn í Dalvíkurskóla

Björgunarsveitin Dalvík í heimsókn í Dalvíkurskóla

Nemendur í 5. – 6. og 7. bekk Dalvíkurskóla hafa undanfarnar 4 vikur verið að vinna með efni sem Námsgagnastofnun gaf út og heitir Á ögurstundu. Þetta efni er um björgunarsveitir og þeirra hlutverk. Félagar úr Björgunarsveitinni Dalvík komu í skólann miðvikudaginn 29. okt  og fimmtudaginn 30. okt og kynntu fyrir nemendum fyrstu hjálp þar sem nemendur fengu að setja hvort annað í hálskraga, spelkur og voru sett á bakbretti og börur. Einnig var þeim kynnt klifur þar sem nemendur fengu fræðslu í búnaði klifurs og lærðu að gera pelastik og áttu hnút.  Þau fóru út í leit þar sem kynnt var fyrir þeim nokkrar gerðir leitar og voru faldar vísbendingar sem þau þurftu að finna. Þá fengu þau fræðslu í snjóflóðum og snjóflóðabúnaði. Þeim var kennt að afmarka svæði, nota snjóflóðastangir og fengu að leita með snjóflóðaýlum.  Nemendur voru mjög ánægðir með þessa vinnu. Hér má sjá fleiri myndir.