Auglýsing - Umsjónarkennara vantar í 2. bekk

Grunnskóli Dalvíkurbyggðar

 
Vegna forfalla vantar umsjónarkennara til loka skólaársins í 2. bekk hjá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar
 
Hæfniskröfur:
-          Grunnskólakennaramenntun
-          Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
-          Hefur metnað í starfi og getu til að vinna í hóp
-          Hæfni í mannlegum samskiptum
-          Tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áherslur í skólastarfi
-          Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum kennsluaðferðum svo sem Byrjendalæsi og útikennslu.
 
Grunnskóli Dalvíkurbyggðar er 300 nemenda grunnskóli með tvo kennslustaði. Einkunnarorð skólans eru þekking, færni, virðing og vellíðan. Í skólanum er verið að vinna að nokkrum þróunarverkefnum svo sem Byrjendalæsi og Töfraheimi stærðfræðinnar (sem gengur út á það efla kennara í stærðfræðikennslu). Grunnskóli Dalvíkurbyggðar er skóli á Grænni grein og stefnir að því að fá Grænfánann næstakomandi haust. Í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á að starfsfólki líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í Dalvíkurbyggð eru að innleiða Uppbyggingarstefnuna.
 
 
Umsóknarfrestur er til 18. nóvember. Umsæjandi þarf að geta hafið störf strax.
 
Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar gisli@dalvikurskoli.is símar 4604980 og 8631329. Katrín Fjóla Guðmundsdóttir deildastjóri katrin@dalvikurskoli.is símar 4604980 og 8479810.
    
Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð, um 40 km. norðan við Akureyri. Sveitarfélagið er framsækið og leggur metnað sinn í að veita íbúum góða þjónustu. Þar er blómlegt menningarlíf og fjölbreyttir möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar. Sveitarfélagið á metnaðarfulla skólastefnu. Að búa í Dalvíkurbyggð er kjörið fyrir fólk á öllum aldri, barnafjölskyldur, útivistarfólk og þá sem vilja njóta nálægðar við náttúruna. Það er ómetanlegt að geta stigið út úr erli hvunndagsins og dregið að sér kraft sjávarins og fjallanna og endurnært þannig sálina.