Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar.
Samkvæmt veðurspá er ekki gert ráð fyrir ofsaveðri á Dalvík þó svo að mikið hvassviðri verði allt í kringum Dalvík.
Tekin hefur verið sú ákvörðun í samráði við viðbraðgsaðila að akstur skólabíla falli niður á morgun, en skólinn verður opinn og er það í höndum foreldra að meta hvort nemendur mæta eða ekki.
Ef veðrið verður slæmt þegar skóla lýkur eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is