Það var röskur hópur unglinga úr 9.bekk sem tók þátt í ruslatínslunni með Sæplasti, sem fór nú fram annað árið í röð. Genginn var Sandurinn frá árósum Svarfaðardalsár vestur að Gámaröðinni við Sorphirðusvæðið. Það var gott að sjá hversu miklu minna rusl var að finna í ár samanborið við árið í fyrra, en alltaf tínist eitthvað til. Það er líka orðið algengara að göngufólk sem fer um Sandinn grípi rusl sem það finnur á leiðinni og komi því í sorptunnur. Sæplast styrkir 9. bekk með 100.000 kr framlagi í ferðasjóð fyrir þátttökuna í ár og hvetur þau til að halda áfram að ganga vel um umhverfi sitt hvar sem þau eru. Hér til hilðar má sjá hópinn ásamt starfsmönnum Dalvíkurskóla og frá Sæplasti.