8. bekkur í stærðfræði

8. bekkur í stærðfræði

Á miðvikudaginn fórum við út í 8.bekk í stærðfræði. Við lékum okkur með krítar og teiknuðum fyrst ferning með hliðarlengdirnar 40 cm, án þess að vera með nokkur mælitæki með okkur. Ferningarnir voru misstórir en nokkrir nemendur náðu að teikna mjög nákvæma ferninga. Þessir ferningar voru síðan nýttir til að teikna rétthyrning með hliðarlengdirnar 1m x 2m. Þetta verkefni var smá upprifjun á hugtökum í rúmfræði og að njóta þess að vera úti í góða veðrinu. Myndir frá tímanum má sjá hér.