8. bekkur er reyklaus bekkur

Í vetur hefur 8. bekkur í Dalvíkurskóla tekið þátt í verkefninu „Tóbakslaus bekkur“. Nemendur hafa unnið mismunandi verkefni í hópum er tengjast viðfagnsefninu. Afraksturinn vinnunnar var veggspjald, upplýsingabæklingur, kvikmynd, slagorð sem hanga á göngunum og teiknimyndasaga. Í lokin valdi bekkurinn eitt verkefni sem talið er sigurstranglegast í lokakeppninni. Tíu bekkir sem senda inn lokaverkefni vinna til verðlauna! Peningaverðlaun eru veitt og nema þau 5.000 krónum fyrir hvern nemanda bekkjarins. Verkefnið sem fékk flest atkvæði var myndasaga, unnin af Yrju, Kötlu og Vigdísi.

Hér er hægt að skoða myndasöguna.

Hér er hægt að skoða bækling.