Undanfarnar þrjár vikur hefur Karen Birgisdóttir, kennaranemi við HÍ, verið í vettvangsnámi hér í Dalvíkurskóla og vorum við svo heppin að fá hana í enskukennslu til okkar. Viðfangsefnið sem Karen vann með í vettvangsnámi sínu var heimili og húsgögn. Hún lagði inn orðaforða yfir heiti herberga og húsgagna með teiknimynd af netinu, leikjum, verkefnablöðum og fleiru. Við unnum síðan í nokkrum hópum að sameiginlegu verkefni þar sem við útbjuggum heimili úr pappír, kynntum þau fyrir hvert öðru og hengdum upp í stofunni okkar. Við þökkum Karen kærlega fyrir góðar stundir og vonum að tími hennar hér hafi verið henni jafn lærdómsríkur og ánægjulegur og hann var fyrir okkur. Hér má sjá myndir.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is