Á göngudaginn gengu 4. og 5. bekkur saman upp á Melrakkadal. Við fengum ljómandi gönguveður og allir komust á leiðarenda, þó svo að sumir hafi haldið því fram á leiðinni að þeir væru að deyja! Við nutum þess svo að borða nestið okkar með útsýni yfir Dalvík, Eyjafjörðinn og öll fjöllin í kring og skemmtum okkur til dæmis við að klifra upp á Álfakirkjuna og skríða í gegnum hana. Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu ferð.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is