Við í 1. EoE fórum í dag í útikennslu á skólalóðinni okkar. Við lærðum að búa til ís úr mjólk og bragðefni. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og tóku virkan þátt í því sem verið var að gera. Þegar ísinn var tilbúinn þurftum við að sjálfsögðu að smakka afraksturinn og féll ísinn í góðan jarðveg hjá krökkunum. Sumir sögðu að meira að segja að þetta væri besti ís í heimi. Við buðum Snjóku og Gísla skólastjóra að kíkja til okkar í heimsókn og fræddum þau um það sem við gerðum í útikennslunni og gáfum þeim að smakka ísinn okkar. Hér koma nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu stund sem við áttum saman.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is