Við í 1. EoE völdum okkur bekkjartré á haustdögum, reynivið í skógarreitnum. Við erum að fylgjast með því hvernig tréð breytist eftir árstíðum og höfum við nú heimsótt það tvisvar sinnum. Í haust voru laufblöðin í alls konar litum og sum voru dottin af trénu. Einnig voru reyniber á trénu. Nú síðast þegar við heimsóttum tréð þá voru allar trágreinarnar naktar og snjór á og við tréð. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu heimsókn okkar.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is