1. bekkur á skíðum

1. bekkur á skíðum

Í vetur eins og í fyrravetur bauð Skíðafélag Dalvíkur krökkunum í 1. bekk á sex tíma námskeið á skíðum. Foreldrar skutluðu í fjallið en skólinn sá um að skila þeim aftur í skólann. Námskeiðið var í íþróttatímum og var einn skíðaþjálfari frá Skíðafélaginu auk íþróttakennara með krökkunum á skíðum. Gaman er frá því að segja að langflestir krakkarnir eru orðin sjálfbjarga í lyftunum og farin að skíða á fullu eftir þessa sex tíma. Þetta er mjög gott framtak hjá Skíðafélaginu og þökkum við þeim kærlega fyrir.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hamingjusöm börn með rjóðar kinnar í síðasta skíðatíma vetrarins.