Við í 3. EA enduðum daginn á magnaðri vettvangsferð í Samherja þar sem Jakob Atlason tók á móti okkur. Hann leiddi okkur í gegnum frystihúsið þá leið sem fiskurinn kemur inn í húsið og enduðum þar sem búið var að pakka fiskinum í neytendaumbúðir. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fengu að handfjatla fiskinn á ólíku vinnslustigi. Að lokum var okkur öllum gefinn 100 g þorskstykki til að hafa í kvöldmatinn. Við þökkum kærlega fyrir frábæra og fróðlega skoðunarferð. Hérna eru myndir frá ferðinni.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is