Verum ástfangin af lífinu, fyrirlestur 21. og 22. febrúar

Verum ástfangin af lífinu, fyrirlestur 21. og 22. febrúar

Í rúman áratug hefur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur haldið fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu fyrir nemendur í 10. bekk í öllum skólum á Íslandi.

Þótt fyrirlesturinn breytist frá ári til árs er kjarninn ávallt sá sami: berðu ábyrgð á sjálfum þér, ekki fresta neinu til morguns, settu þér markmið, komdu fallega fram við aðra, búðu um rúmið, hrósaðu, þakkaðu fyrir þig og mundu að litlu hlutirnir dags daglega breyta lífi þínu.

Þorgrímur flytur fyrirlesturinn fyrir nemendur í 10. bekk Dalvíkurskóla að morgni 22. febrúar en okkur foreldrum (foreldrum allra nemenda) stendur til boða að hlýða á fyrirlesturinn kl. 17:30 fimmtudaginn 21. febrúar, í hátíðarsal Dalvíkurskóla. Um HVATNINGAFYRIRLESTUR er að ræða og geta því allir, ungir sem aldnir, notið hans. 

Fyrirlestrarnir eru í boði Foreldrafélags Dalvíkurskóla.