Nemendur í 1.-6. bekk undu sér vel á útivistardegi í Dalvíkurskóla i góðu veðri við ágætar aðstæður. Nemendur gengu frá skólanum í Brekkusel, en þar beið þeirra ilmandi kakó og góðar móttökur starfsmanna. Eftir nestið iðaði fjallið af glöðum nemendum og kennurum sem ýmist voru á skíðum, sleðum eða á brettum. Þessi dagur var öllum ánægjulegur og gaman að fylgjast með góðum samskiptum og vináttu barnanna. Hér má sjá myndir
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is