Upplýstir foreldrar eru besta forvörnin!!

Kæru foreldrar/forráðamenn

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar,  Dalvíkurskóli og Heilsugæslan á Dalvík , býður grunnskólabörnum í  5. - 10.  bekk sem og foreldrum/forráðamönnum upp á fræðslu um forvarnir, samskipti, neyslumynstur, skjánotkun o.fl.  

Fræðsla fyrir foreldra verður  miðvikudaginn 3. maí kl. 20:00 í sal Dalvíkurskóla.  Fyrirlesarinn er Margrét Lilja Guðmundsdóttir.  Hún mun fjalla um niðurstöður kannana frá  Rannsókn og greiningu um ýmis mál sem unglingarnir okkar kljást við í flóknum samskiptaheimi þar sem ótalmargir hafa áhrif á hvernig ákvaðanir þeir taka í lífinu. 

Nemendur fá fyrirlestur föstudaginn 5. maí  á skólatíma frá Angantý Ómari frá félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar.  Hann ætlar meðal annars að spjalla við þau um vímuefnavá og rafretturnar sem virðast verða vinsælli með hverjum deginum. 

Aðgangur er ókeypis og hvetjum við foreldra/forráðamenn og alla þá sem áhuga hafa á að mæta á þessa góðu og þörfu fræðslu.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,

Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar, Dalvíkurskóli og Heilsugæslan á Dalvík