Upplýsingar vegna kórónuveiru COVID-19. Mötuneyti grunnskóla

Hér að neðan eru upplýsingar frá almannavörnum og aðgerðir skólans til að hindra smitleiðir í mötuneyti.

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19. Eitt af því sem huga þarf að eru mötuneyti leik- og grunnskóla.
Almennt er smitleið kórónaveirunnar talin vera snerti- og dropasmit, sem er svipuð smitleið og í inflúensu. Kórónaveiran getur dreifst þegar smitaður einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og hraustur einstaklingur andar að sér dropum/úða frá honum. Einnig ef hendur hrausts einstaklings mengast af sýktum dropum/úða og hann ber þær svo upp að andliti sínu.
Ekki hefur verið staðfest að fólk geti verið smitandi áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni en geta þó verið smitandi. Veiran lifir í stuttan tíma á hörðum flötum utan líkamans (talið vera klukkustundir frekar en dagar). Þannig geta sameiginlegir snertifletir eins og eldhúsáhöld og vatnskönnur mögulega borið smit ef einhver veikur hnerrar eða hóstar á hlutina eða snertir þá með óhreinum höndum. Talið er öruggast að matur sé skammtaður af starfsmönnum skólanna, sem ættu að nota einnota hanska við vinnu sína. Lagt er til að stjórn skólans ræði og taki ákvörðun um nánari tilhögun.
Nauðsynlegt er að leggja áherslu á mikilvægi handþvottar og notkunar á handspritti. Misjafnt er eftir aldri og getu barna hversu vel þau þvo sér vel um hendur.
Á vef embætti landlæknis er að finna ítarlegar upplýsingar  https://www.landlaeknir.is/.

Í Dalvíkurskóla munum við gera smá breytingar á matartíma. Starfsmenn munu skammta mat og afhenda mataráhöld til að að koma í veg fyrir smit og mögulega verða lítillegar breytingar á matseðli.