Komið þið sæl
Vinsamlega kynnið ykkur efni þessa bréfs vel og fylgist vel með öllum fréttum sem berast frá skóla og settar verða inn á heimasíðu skólans. Staða mála getur breyst frá einum degi til annars og við munum reyna að upplýsa foreldra eins vel og við getum.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að skólahald verður með öðru sniði næstu daga vegna samkomubanns. Skóladagurinn verður með eftirfarandi hætti:
Nemendur mæta ýmist kl. 8:00 eða 8:20 og fara heim kl. 11:40 eða 12:00
1. og 2. bekkur mæta kl. 8:00 og ganga inn um sama innganga líkt og venjulega og fara í heimastofu.
3. og 4. bekkur mæta kl. 8:20 og ganga inn um sama innganga líkt og venjulega og fara í heimastofu.
5. bekkur mætir kl. 8:00 og gengur inn um sama inngang líkt og venjulega og fer í heimastofu.
6. bekkur mætir kl. 8:00 og gengur inn um aðalinngang og nemendur skiptast í raungreinastofu og myndmenntastofu.
7. bekkur mætir kl. 8:00 og gengur inn um sama inngang líkt og venjulega og fer í heimastofu.
8. bekkur mætir kl. 8:20 og gengur inn um sama inngang líkt og venjulega og fer í heimastofu.
9. bekkur mætir kl. 8:00 og gengur inn um aðalinngang líkt og venjulega og fer í heimastofu.
10. bekkur mætir kl. 8:20 og gengur inn um alalinngang líkt og venjulega og fer í heimastofu.
Nemendur sem koma með skólabíl í skólann, samkvæmt áætlun, ganga beina leið inn um innganga og í kennslustofur eins og fram kemur hér að ofan, þurfa ekki að bíða eftir að kennsla hefjist. Heimferð skólabíla verður kl. 12:00. Ekki þarf að gera sérstakar ráðstafanir í skólabílum nema systkini eru hvött til að sitja saman. Skólabílar eru síðan þrifnir í samræmi við tilmæli yfirvalda.
Frístund verður með breyttu sniði. Börn sem eru í Frístund byrja kl. 11:40 eða 12:00 eða um leið og skóladegi lýkur. Frístund lokar kl. 15:00 til þess að hægt verði að þrífa líkt og fram kemur í tilmælum almannavarna. Þeir foreldrar sem hafa tök á eru beðnir um að senda börnin ekki í Frístund á meðan skólastarfið er með breyttu sniði vegna COVID-19. Ekki verður boðið upp á hressingu í Frístund og því mikilvægt að nemendur komi með nesti að heiman en boðið verður upp á drykk í skólanum.
Að lokum
Afar brýnt er að nemendur fari eftir fyrirmælum starfsfólks skólans og virði skólareglur. Haft verður samband við foreldra ef börn þeirra fara ekki eftir þeim reglum sem nú gilda í samfélaginu um samskipti fólks. Við þurfum að huga vel að öryggi og líðan allra nemenda og starfsfólks og því mikilvægt að allir geri sitt besta til þess að skóladagurinn gangi vel, verði ánægjulegur og lærdómsríkur þrátt fyrir að vera óhefðbundinn.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is