Nú er sú staða komin upp að tveir starfsmenn skólans hafa greinst jákvæðir með covid í heimaprófi og einn nemandi í 1. bekk. Þessir aðilar munu fara í pcr próf á morgun fimmtudaginn 18. nóv.
Í ljósi þessarar stöðu og til að forðast hópsmit mun skóli og Frístund falla niður fimmtudaginn 18. nóv. og föstudaginn 19. nóv. Ef barnið ykkar finnur fyrir minnstu einkennum farið þá með það í pcr próf.
Tónlistarskólinn
Einnig fellur öll tónlistarkennsla niður í Tónlistarskólanum samkvæmt rafpósti sem barst til foreldra nú í kvöld.
Vinsamlega kynnið ykkur reglur um smitgát á https://www.covid.is/undirflokkar/smitgat
Í smitgát er æskilegt að:
Gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.
Forðast mannmarga staði að óþörfu og sleppa fjölmennum viðburðum.
Vera vakandi fyrir einkennum og fara í PCR próf ef þeirra verður vart.
Vonandi tekst okkur að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp með þessum aðgerðum.
Skólastjórnendur og
Upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar