Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Þorgrímur Þráinsson talar við nemendur í 5. og 6. bekk
Þorgrímur Þráinsson talar við nemendur í 5. og 6. bekk

Föstudaginn 24. febrúar sl. heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur Dalvíkurskóla. Var hann með 45 mínútuna fyrirlestur um metnað og markmiðssetningu. Fyrirlesturinn er byggður út frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta en Þorgrímur blandar námi, svefni og heilsu inn í fyrirlesturinn og hvað nemendur þurfa að gera til að ná stóru markmiðunum sínum. Þorgrímur talar um að litlir hlutir skapi stóra sigra t.d. eins og að læra heima áður en farið er að leika, laga alltaf til í herberginu sínu á laugardögum, lesa 10 bls á dag í lestrarbók svo eitthvað sé nefnt. Litlu markmiðin á lífsleiðinni eru leiðin að stóra markmiðinu í lífinu. Dugnaður, agi, vinátta, heiðarleiki, sanngirni, hjálpsemi og að gefast aldrei upp eru sigrarnir í lífinu sem ráða mjög miklu um hversu hratt við nálgumst stóra markmiðið okkar. Frábær fyrirlestur í alla staði. Við stjórnum sjálf hvert við ætlum að ná í lífinu og því fyrr sem við áttum okkur á því, því auðveldari er leiðin að stóra markmiðinu.

Mynd og texti: Katla Ketils