Krakkar í 5. og 10 unnu saman í umhverfisþema í síðustu viku. Ýmis verkefni voru í boði m.a kassabílasmíði, bátsmíði, sveitaferð, skreytingarlist og flóamarkaður. Vinna gekk einstaklega vel og gaman að sjá hvað margir fengu tækifæri til að vinna að sínum hugðarefnum. Heimilisfólkið á Ytra-Garðshorni tók á mót i sveitahóp og fengu nemendur þar að aðstoða við sveitarstörf. Húsamiðjan var okkur innan handar með efni fyrir bátasmíði og kassabílagerð og einnig höfðu nemendur tækifæri til að fara á gámasvæði til að nálgast efni. Flóamarkaðurinn fékk aðstöðu í Samkaup-Úrval. Hóparnir sem völdu að skreyta, máluðu súlur í skólanum og aðrir unnu að skreyta kennsluborð með mosaiki.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is