Nemendur í 8.-10. bekk hafa á vorönn unnið að áhugasviðsverkefnum og héldu á dögunum kynningu á afrakstri vinnunnar fyrir foreldra, starfsfólk skólans, gesti og gangandi.
Vinna í áhugasviði fer þannig fram að nemendur velja sér viðfangsefni sem þeir kynna sér í þaula, ýmist einir eða í hópum. Á kynningunni mátti fræðast um hestamennsku, spjótkast, hárgreiðslu og förðun, fornbíla og orrustuna um Stalíngrad, svo dæmi séu nefnd. Námsgreinin var sett á stundaskrá unglingadeildar á vorönn í tilraunaskyni og hefur verið ákveðið að hún sé komin til að vera. Hér má sjá fleiri myndir frá kynningunni.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is