Þær Rakel Sara Atladóttir og Sóley Elizabeth Einarsdóttir voru fulltrúar Dalvíkurskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var á Hrafnagili í gær. Á hverju ári taka nemendur úr 7. bekk þátt í keppninni sem byrjar á tveimur bekkjarkeppnum og lýkur á lokakeppni þar sem tveir nemendur úr Dalvíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar keppa sín á milli. Stóðu þær sig mjög vel og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is