Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin þriðjudaginn 21. febrúar. Til úrslita kepptu 13 nemendur sem allir voru vel undirbúnir og var keppnin æsispennandi. Dómararnir voru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að velja fjóra nemendur til að keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni sem haldin verður í Bergi 14. mars n.k. Það voru þau: Eiður Máni, Mjöll Sigurdís, Patrekur Óli og Sabrina sem valin voru úr annars jöfnum hópi. Hér má sjá myndir frá keppninni.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is