Staða kennara laus til umsóknar

Staða kennara laus til umsóknar

Dalvíkurskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu kennara í 100% starf á mið – og unglingastigi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri eldra stigs. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Starfsreynsla á grunnskólastigi
  • Reynsla af stærðfræðikennslu kostur
  • Færni og áhugi á notkun upplýsingatækni í skólastarfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvæðni.
  • Hæfni til að vinna með nemendum
  • Hæfni til að vinna í hópi/ teymi

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Umsóknarfestur er til og með 22. október 2021.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Starfið hentar öllum kynjum. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans https://www.dalvikurbyggd.is/dalvikurskoli.

Dalvíkurskóli er 214 barna grunnskóli sem leggur áherslu teymiskennslu og góð samskipti. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtækan stuðning í sérkennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.

Frekari upplýsingar veitir Katrín Fjóla Guðmundsdóttir starfandi skólastjóri, sími 460 4980 eða í netpósti kata@dalvikurbyggd.is.