Skólaslit Dalvíkurskóla fimmtudaginn 4. júní

Eins og fram hefur komið er einungis foreldrum nemenda í 9.-10. bekk boðið að vera viðstaddir skólaslit vegna fjöldatakmarkana.

Nemendur í 1.-4. bekk mæta í sína umsjónarstofu kl 10:00 og ganga með sínum kennurum í hátíðarsalinn þar sem stutt skólaslitastund fer fram. Þau fara síðan aftur í stofuna sína þar sem umsjónarkennari afhendir þeim vitnisburð og segir nokkur kveðjuorð. Nemendur fara heim að því loknu. Nemendur sem fara í rútu fara í Frístund og eiga þar samverustund þar til rúturnar fara til baka eftir skólaslit 5.-8. bekkjar í síðasta lagi kl. 11:45.

Nemendur í 5.-8. bekk mæta í hátíðarsalinn kl. 11:00 þar sem skólaslit fara fram og þeir fá afhentan vitnisburð. Að lokinni athöfn fara nemendur heim. Rútur fara strax að loknum skólaslitum hjá 5.- 8. bekk.

Nemendur í 9.-10. bekk mæta ásamt foreldrum í hátíðarsalinn kl 17:00 þar sem hefðbundin skólaslit fara fram.