Skólareglur Dalvíkurskóla

Skólareglur Dalvíkurskóla voru endurskoðaðar í haust. Samtímis var útbúinn bæklingur, byggður á samskonar bæklingi frá Kópavogsskóla, þar sem farið er yfir umgengnisreglur og skýr mörk í samskiptum nemenda og starfsfólks skólans. 

Samskipta- og umgengnisreglurnar grundvallast fyrst og fremst á leiðarljósi Dalvíkurskóla og hugmyndafræði uppbyggingastefnunnar „Uppeldi til ábyrgðar“ sem skólinn vinnur eftir og kennd er við upphafsmann hennar Diane Gossen frá Kanada.

Búið er að prenta skólareglurnar út, sjá hér til hliðar, og hengja upp á veggjum skólans og stjórnendur munu kynna reglurnar fyrir nemendum.