Úrslitakeppni Skólahreysti 2011 var haldin í Laugardalshöll í gær. 50 krakkar úr 8.-10. bekk fylgdu keppnisliðinu okkar suður og gekk ferðin vel. Liðið okkar tók vel á því í úrslitunum og barðist hetjulega við gríðarsterk lið frá 11 skólum. Holtaskóli í Reykjanesbæ sigraði en við lentum í 8. sæti.
Við viljum þakka fyrirtækjum í bænum kærlega fyrir að styrkja okkur og gera okkur kleift að senda frábæra stuðningsmenn suður með liðinu okkar. Hér eru myndir.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is