Frá og með 4. maí verður skólahald í grunnskólum með hefðbundnum hætti. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá. Þá hefjast aftur skólaíþróttir og sund ásamt verkgreinum. Áfram verður gætt að þrifum í skólanum og áhersla lögð á smitvarnir, sérstaklega handþvott og sprittun. Áfram er mælst til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi. Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Ef slíkra einkenna verður vart í skólanum fer nemandi heim. Áfram verða takmarkanir á komu annarra en nemenda og starfsmanna í skólann. Frístund verður með hefðbundnu sniði.
Á vef stjórnarráðsins má finna spurningar og svör varðandi skólahald sem þið getið kynnt ykkur https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is