Búast má við að það lifni verulega yfir Dalvíkinni á öskudagsmorgun þegar rúmlega 230 „uppáklæddir“ nemendur ásamt starfsfólki skólans fara um götur bæjarins og syngja í fyrirtækjum og stofnunum. Skipulag dagsins má sjá hér að neðan.
Kl. 8:00-9:00 Nemendur græja sig, æfa lögin sín og borða nesti. (Nemendur þurfa að vera komnir í skólann kl. 8:30).
Kl. 9:00 - 11:00-12:00 Nemendur fara ásamt starfsfólki skólans og syngja í fyrirtækjum og stofnunum.
Kl. 11:00-12:30 Nemendur koma til baka í skólann, draugahúsið opið, spilað, spjallað og borðað.
Kl. 12.30-13:40 Nemendur í 1.-7. bekk hafa val um að slá köttinn úr tunnunni í íþróttamiðstöð og fara í þrautabraut eða horfa á bíó í skólanum. Skóladegi lýkur kl. 13:40. (Flestir enda daginn í íþróttamiðstöðinni).
8.-10. bekkur má fara heim eftir mat eða aðstoða í íþróttahúsi.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is