Nemendur og umsjónarkennarar 4.AE hittust ásamt fjölskyldum sínum í síðustu viku og borðuðu saman kvöldmat í skólanum. Salurinn var þéttsetinn því alls mættu um 100 manns. Hver fjölskylda kom með kvöldmat að eigin vali til að leggja á hlaðborð og svignaði borðið nánast undan kræsingunum. Það er örugglega óhætt að segja að enginn fór svangur heim! Eftir matinn voru nemendur svo með stutta kynningu á söguaðferðarverkefni um skrípakarla, auk þess sem foreldrar spjölluðu saman á meðan börnin nutu þess að ærslast og leika sér. Þessi samverustund heppnaðist afar vel og allir fóru glaðir heim í bólið. Hér má sjá myndir.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is