Miðvikudaginn 28. maí verður opið hús í Dalvíkurskóla frá kl. 12:00 - 13:30. Þar verður hægt að skoða afrakstur þemadaga sem nú standa yfir, auk þess geta foreldrar skoðað námsmöppur barna sinna.
Kl. 12:45 hefst síðan Grænfánahátíð við anddyri skólans, en þá fagnar skólinn því að fá Grænfánann afhentan í annað sinn. Að athöfninni lokinni verður síðan hægt að halda áfram að skoða sýninguna og njóta hollra veitinga.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is