Ný stjórn foreldrafélagsins

Ný stjórn foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Dalvíkurskóla var haldinn í gær 30. nóvember. Jolanta Brandt, formaður félagsins, fór yfir starfið undanfarið ár. Foreldrafélagið hefur stutt dyggilega við skólastarfið og afhenti skólanum kennslugögn að andvirði 200.000 kr. nú á haustdögum. Um er að ræða vélmenni til forritunar, legó og önnur námsgögn sem m.a. nýtist í skapandi kennslu, tæknimennt og forritun. Foreldrafélagið stefnir að því að kaupa útileikföng og gefa skólanum næsta vor. Dalvíkurskóli færir foreldrafélaginu kærar þakkir fyrir stuðninginn. 

Ný stjórn var kosin á fundinum og er hún skipuð þeim: Jolöntu Brandt, Jóhönnu Sólveigu Hallgrímsdóttur, Krístínu Svövu Stefánsdóttur og Ragnhildi Haraldsdóttur sem allar gáfu kost á endurkjöri. Tveir voru kosnir nýir í stjórn, Sunna Björk Bragadóttir og Ingimar Guðmundsson.

Helstu hlutverk foreldrafélagsins eru samkvæmt lögum um grunnskóla að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda skólans, efla tengsl heimilis og skóla, hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi, hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu.

Fyrsta verkefni nýrrar stjórnar er að rukka inn félagsgjöld sem eru 2000 kr. fyrir skólaárið 2017-18 og verða greiðsluseðlar bornir heim í hús á næstu dögum. Foreldrar eru hvattir til að greiða félagsgjaldið sem rennur til kaupa á námsgögnum sem nýtast nemendum í leik og starfi.