9.bekkur í Dalvíkurskóla tekur árlega þátt í stærðfræðikeppni FNV og MTR, þar taka þátt nemendur í 9.bekk á Norðurlandi Vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Fimmtán efstu af þessum stóra hópi þátttakenda komust áfram í úrslit og átti Dalvíkurskóli þar einn fulltrúa, Kári Víðisson komst áfram og þreytti lokaprófið með mikilli prýði í Menntaskólanum á Tröllaskaga föstudaginn 17.apríl. Starfsfólk og nemendur Dalvíkurskóla óska Kára til hamingju með glæsilegan árangur.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is