Undanfarið hafa nemendur 5. bekkjar EÞ í Dalvíkurskóla gengið í hús á Dalvík og safnað peningastyrkjum fyrir ABC barnahjálp. Samskonar söfnun á sér stað meðal skólabarna um allt land og þetta árið verður peningunum varið í byggingu heimavistar fyrir fátækar skólastúlkur í Pakistan. All flestir íbúar Dalvíkur tóku nemendum 5. bekkjar vel og gáfu með glöðu geði einhvern pening. Það á svo sannarlega við að margt smátt gerir eitt stórt því alls söfnuðust 130.677 krónur hér á Dalvík og þeir peningar eiga eftir að skipta sköpum fyrir líf stúlknanna í Pakistan. Nemendur 5. bekkjar EÞ og íbúar Dalvíkur eiga hrós skilið fyrir hjálpsemina.
Kveðja frá Dalvíkurskóla.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is