Í Comeniusverkefninu eru við núna að senda jólakort milli skólanna. Þar sem verkefnið okkar er umhverfisverkefni leggjum við áherslu á endurvinnslu í kortagerðina.
Krakkarnir í 3 og 6. bekk hafa gert kort þar sem þau hafa klippt niður auglýsingabæklinga og skreytt með þeim og búið til fallegar stjörnur.
Nú streyma kortin inn og gaman verður að sjá fjölbreyttnina í þeim en þau verða hengt uppí anddyrinu á Comenius veggnum okkar þar sem allir hafa möguleika að skoða dýrðina.





|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is