Kæru foreldrar/forráðamenn barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2014
Í Dalvíkurbyggð starfa tveir skólar á grunnskólastigi, Árskógarskóli (1. – 7. bekkur auk leikskólastigs) og Dalvíkurskóli (1. – 10. bekkur). Skólaakstur er í boði milli þéttbýliskjarnanna svo mögulegt er að barn frá Dalvík sæki skóla í Árskógi og öfugt. Þar sem valið er ykkar biðjum við ykkur góðfúslega að innrita barnið í annan hvorn skólann fyrir 1. apríl.
Innritun nýrra nemenda fer nú fram í gegnum rafræn eyðublöð á íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Vinsamlega farið á íbúagáttina á slóðinni http://min.dalvikurbyggd.is
Til að skrá sig inn á íbúagáttina þarf notandi að hafa Íslykil. Hafir þú ekki Íslykil getur þú sótt um hann hér
Starfsfólk skólanna veitir nánari upplýsingar og aðstoð ef með þarf. Hægt er að hringja í skólastjóra Árskógarskóla í síma 460-4971 eða senda tölvupóst á gunnthore@dalvikurbyggd.is.
Hægt er að hringja í Dalvíkurskóla í síma 460-4980 eða senda tölvupóst á netfangið ritari@dalvikurbyggd.is.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is