Hjólreiðar lítilla barna eru aðeins æskilegar að sumri til. Börn hafa ekki náð fullkomnu valdi á grófhreyfingum og samhæfingu vantar í hreyfingar. Enn fremur er jafnvægisskyn þeirra ekki fullþroskað og hliðarsýn takmörkuð. Reynsla þeirra af umferð er lítil og þau geta ekki skynjað hraða og fjarlægð ökutækja sem nálgast auk þess sem þau eiga erfitt með að átta sig á því úr hvaða átt hljóð kemur. Yfirsýn þeirra er takmörkuð sökum smæðar sem þýðir að þau sjá ekki yfir bíla. Síðast en ekki síst eru börn til alls líkleg og eiga það til að taka ákvarðanir í skyndi án þess að hugsa um afleiðingarnar. Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að hjóla aðeins á öruggum svæðum.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is