Kæru foreldrar / forráðamenn
Í þessari viku og næstu verða haustfundir með foreldrum í Dalvíkurskóla. Markmið fundanna er að upplýsa foreldra um eitt og annað sem tengist vetrarstarfi skólans en einnig að veita foreldrum tækifæri til að ræða við umsjónarkennara og sín á milli um nám og kennslu, líðan barnanna í skólanum og ýmislegt fleira. Gert er ráð fyrir að hver fundur standi í um það bil klukkutíma.
Allir fundirnir eru í hádeginu frá kl:12-13 og sem hér segir:
Miðvikudaginn 10.september 1.-2.bekkur
Fimmtudaginn 11.september 3.-4.bekkur
Föstudaginn 12.september 8.-10.bekkur
Miðvikudaginn 17.september 5.-7.bekkur
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is