Síðastliðinn miðvikudag keppti lið Grunnskóla Dalvíkurbyggðar í undanúrslitum Spurningakeppni grunnskólanna gegn Vallaskóla á Selfossi. Viðureignin var jöfn og æsispennandi en svo fór að lokum að krakkarnir okkar fóru með sigur af hólmi eftir bráðabana og er lið skólans því komið í úrslit. Úrslitaviðureignin fer fram miðvikudaginn 25. apríl og verður henni útvarpað á Rás 2. Tímasetning liggur ekki enn fyrir né heldur hverjir andstæðingarnir verða. Við óskum þeim Anítu, Jóhanni og Viktori til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í úrslitaviðureigninni.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is