Grunnskólanum lokað vegna nýrrar reglugerðar um sóttvarnir

Frá og með miðnætti í dag 24. mars tekur ný reglugerð um skólahald gildi þar sem öllum grunnskólum á Íslandi er lokað. Því eru nemendur og starfsmenn Dalvíkurskóla komnir í páskaleyfi. Nánari upplýsingar um skólahald eftir páskaleyfi koma um leið og þær berast. Athugið Frístund er líka lokuð.
Árshátíðaræfingar hafa verið í fullum gangi síðustu daga og gengið frábærlega. Afar leiðinlegt er að geta ekki haft sýningu á morgun en við stefnum að því að halda árshátíðina um leið og aðstæður leyfa.