Göngudagur skólans verður þriðjudaginn 1. sept.
Gengnar verða eftirtaldar leiðir.
1. bekkur gengur upp að Seltóftum ásamt elstu nemendum leikskólans
2. bekkur gengur upp að girðingu á Böggvisstaðardal
3.-4. bekkur gengur upp á Melrakkadal og fram að Brunnklukkutjörn
5.-6. bekkur gengur ýmist upp að Nykurtjörn eða Skeiðsvatni
7.-10. bekkur velur um að ganga upp á Bæjarfjall, Reykjaheiðina eða Vikið.
Nemendur þurfa að vera vel nestaðir og með drykk. Nauðsynlegt að vera í góðum skóm og klædd eftir veðri. Gott að hafa með aukasokka og jafnvel lítið handklæði. Nestið og aukafatnað er best að hafa í þægilegum bakpoka.
Lagt verður af stað með flesta hópa um kl. 8:00.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is