Gjafir frá Foreldrafélaginu

Jolanta Brandt formaður Foreldrafélags Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason skólastjóri.
Jolanta Brandt formaður Foreldrafélags Dalvíkurskóla og Gísli Bjarnason skólastjóri.

Foreldrafélag Dalvíkurskóla er ötult að styrkja skólastarf í Dalvíkurskóla með ýmsum hætti. Nú á dögunum gaf félagið skólanum ýmis leikföng til að nota í frímínútum, meðal annars bolta, skóflur og sippubönd. Einnig fékk skólinn styrk til að kaupa kennsluefni fyrir upplýsingatækni, kr. 65.000.-

Foreldrafélagið á þakkir skyldar fyrir styrkinn, það er ómetanlegt að eiga svona bakhjarla eins og félagið er.

Á myndinni má sjá Jolöntu Brandt, formann foreldrafélagsins og Gísla Bjarnason skólastjóra með leikföngin sem gefin voru.