Foreldrafélag Dalvíkurskóla er ötult að styrkja skólastarf í Dalvíkurskóla með ýmsum hætti. Nú á dögunum gaf félagið skólanum ýmis leikföng til að nota í frímínútum, meðal annars bolta, skóflur og sippubönd. Einnig fékk skólinn styrk til að kaupa kennsluefni fyrir upplýsingatækni, kr. 65.000.-
Foreldrafélagið á þakkir skyldar fyrir styrkinn, það er ómetanlegt að eiga svona bakhjarla eins og félagið er.
Á myndinni má sjá Jolöntu Brandt, formann foreldrafélagsins og Gísla Bjarnason skólastjóra með leikföngin sem gefin voru.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is