Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) 7.-22. október

Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) 7.-22. október

Evrópska forritunar“vikan“ (EU CodeWeek) stendur yfir þessa daga, 7. – 22. október. Milljónir barna, foreldra, kennarar, frumkvöðla og stefnumarkandi aðila sameinast á viðburðum og námskeiðum gagngert til að læra forritun og til að auka tæknilega tilburði sína. Markmið vikunnar er að gera forritun meira sýnilega, svipta hulunni af hæfileikunum og stefna áhugasömum saman í lærdóm helguðum tækninni. 
Í Dalvíkurskóla er kennd forritun í öllum aldurshópum þessa dagana. Við notum svokallaða kubbaforritun (e. Blocks). Forritin sem við notum breytir flóknum forritunarkóða í sjónræna kubba sem auðvelt er að nota og skilja og er góður grunnur að flóknari forritun. Nemendur vinna í appinu Scratch Jr í spjaldtölvum, Scratch (www.scratch.mit.edu) og einnig við að forrita Sphero bolta. Síðan www.code.org er líka mjög góð til að æfa undirstöðuatriðin í forritun og notum við hana líka.