Danskan hefur sjaldan verið talið skemmtilegt fag af grunnskóla nemendum. En við í Dalvíkurskóla reynum að hafa dönskukennsluna eins fjölbreytta og hægt er. Síðustu daga hafa 10. bekkingar unnið að ritunarverkefni sem þeir áttu síðan að lesa upp fyrir bekkinn. Verkefnið fólst í því að skrifa nýársræðu eða skrifa frásögn um sjálfan sig. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og eru dönskukennararnir í skýjunum með útkomuma. Hér má sjá myndbrot af nemendum flytja nýársræður á dönsku.
http://www.youtube.com/watch?v=gyU9wmMMjE4
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is