Háskólinn á Akureyri, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og grunnskólar í Eyjafirði stóðu fyrir sameiginlegri dagskrá í gær á Degi íslenskrar tungu. Nemendur í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu lásu upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og dagskráin fór fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Fulltrúi frá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar var Ýmir Valsson í 8. bekk sem stóð sig virkilega vel. Dagskráin var mjög fjölbreytt og meðal annars sagði Guðmundur Engilbertsson sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar frá niðurstöðum rannsóknar á lestrarvenjum barna í fjórum löndum Evrópu.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is