Dagur heyrnar

Dagur heyrnar

Þann 3. mars árlega er alþjóðlegur Dagur heyrnar og áhersla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) var í ár á ungt fólk.

Að hlusta á hávær hljóð skemmir taugar í eyrum og getur leitt til heyrnartaps eða stöðugs suðs í eyrum (tinnitus). Heyrnartap er óafturkræft. Ekki eru allir sem vita að til eru ýmis úrræði og leiðir til að minnka líkur á heyrnartapi vegna hávaða og okkur langar að koma þeim upplýsingum á framfæri.

Þú getur lagt mikið til heyrnarverndar með því að vekja athygli á Öruggri hlustun.

Meðfylgjandi er fræðsla en einnig er efni inni á vefsíðu Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands: https://hti.is/index.php/is/dagur-heyrnar-2022.html sem við hvetjum þig til að nota við fræðslu.