Í þriðja bekk höfum við verið að vinna verkefni í Byrjendalæsi eftir bók sem heitir Helga og hunangsflugan. Í framhaldi af þeirri vinnu erum við búin að fræðast heilmikið um smádýr af ýmsum toga, fórum út og veiddum köngulær, járnsmiði, flugur, ánamaðka, snigla og fleira sem við fundum á skólalóðinni. Þessi smádýr skoðuðum við í víðsjá, síðan völdu krakkarnir sér eitt smádýr og gerðu skýrslu, teiknuðu dýrið og lýstu ýmsum eiginleikum þess, útliti og lifnaðarháttum eftir bestu getu.
|
Við Mímisveg | 620 Dalvík Sími á skrifstofu: 460 4980 Netfang: ritari@dalvikurbyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:40 - 14:00. þriðjudaga og föstudaga
|
Tilkynningar um veikindi og beiðni um leyfi nemenda: 460-4980 / ritari@dalvikurbyggd.is